• hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býđur upp á frjálsíţróttaćfingar fyrir alla aldurshópa. Viđ getum bćtt viđ okkur iđkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • MÍ 11-14 2021

Tobías međ Íslandsmet á Laugum um helgina

Tobías - mynd úr safni FRÍ
Tobías - mynd úr safni FRÍ

Tobías Ţórarinn Matharel (UFA) sló 44 ára gamalt Íslandsmet í ţrístökki í flokki 14 ára pilta á Sumarleikum HSŢ sem fram fóru á Laugum í blíđskaparveđri um helgina. Tobías stökk 12,67 m og stórbćtti ţar međ fyrra met sem var 12,26 m. Ţađ met átti Ármann Einarsson (UÍA) og var frá árinu 1979.

Tobías er fjölhćfur íţróttamađur og hefur veriđ sigursćll í sumar. Á Meistaramóti Íslands 11-14 ára á Selfossi fyrir tveimur vikum varđ hann Íslandsmeistari 14 ára pilta í sex greinum, 80m grindahlaupi, 300 m grindahlaupi, hástökki, langstökki, ţrístökki og spjótkasti.

Á Sumarleikum HSŢ á Laugum mćttu tćplega 130 manns til keppni, ţar átti Ungmennafélag Akureyrar (UFA) um fjörutíu keppendur sem kepptu í hinum ýmsu greinum. Keppendur unnu til fjölmargra verđlauna, bćttu sig í mörgum greinum og höfđu reglulega gaman af, enda ađstćđur á Laugum góđar og mótiđ í alla stađi vel heppnađ. Viđ kunnum nágrönnum okkar í HSŢ bestu ţakkir fyrir skemmtilega Sumarleika.

Sumarleikar
Tobías og Jón Friđrik Benónýsson (Brói), ţjálfari

Sumarleikar
Hluti af keppendum UFA á sumarleikunum


Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA