Veðurspáin fyrir morgundaginn er því miður ekki sérlega hlaupavæn, en reyndir hlauparar hafa rýnt í kortin og telja að með réttum klæðnaði og hugarfari megi hæglega sigrast á veðrinu og hlaupa sitt Gamlárshlaup. Nefndin hefur því tekið þá ákvörðun að halda því til streytu að halda hlaupið á auglýstum tíma á morgun en sú ákvörðun verður að sjálfsögðu endurskoðuð ef aðstæður í fyrramálið verða þannig að lífi og limum hlaupara sé stofnað í hættu með því að senda þá út.
Við tilkynnum hér á síðunni fyrir kl. 10 í fyrramálið ef breytingar verða á tímasetningu eða fyrirkomulagi hlaupsins.