Í dag tók Ungmennafélag Akureyrar (UFA) við viðurkenningu fyrir að vera fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Kristín Sóley Björnsdóttir veitti viðurkenningunni viðtöku en hún stjórnaði vinnu við gerð gæðahandbókar um starfsemi félagins sem liggur til grundvallar viðurkenningunni.
Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri afhenti viðurkenninguna en með þeim á myndinni eru f.h. Unnar Vilhjálmsson þjálfari, Jóna Jónsdóttir formaður UFA ásamt Katrínu Sól Þórhallsdóttur og Birni Vagni Finnssyni sem bæði æfa með meistaraflokki UFA.