Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri í frjálsum íþróttum var haldin á ÍR vellinum í Mjódd um síðustu helgi. Það var lið HSK/Selfoss sem varð bikarmeistarar með 105 stig, lið ÍR-A varð í öðru sæti með 99 stig og UFA í því þriðja með 79 stig, en sjö lið tóku þátt í keppninni. UFA náði þarna þriðja sæti í stúlknaflokki, piltaflokki og í samanlögðum stigum.
Krakkarnir stóðu sig reglulega vel í keppni þar sem margir þurftu að fara út fyrir þægindasvið sitt og keppa í greinum sem ekki eru þeirra aðalgreinar, auk þess að keppa í mörgum tilfellum við sér eldri keppendur, allt fyrir liðið sitt. Við megum vera reglulega stolt af þessum öfluga, samheldna hópi.
Nokkrar myndir af Flickr síður FRÍ eru hér fyrir neðan:
Lið UFA ásamt Unnari þjálfara og stuðningsmönnum