• MÍ 11-14 2021
  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

UM UFA

Ungmennafélag Akureyrar
kt. 520692-2589
Reikningsnr. 566-26-7701

Ungmennafélag Akureyrar var stofnað sunnudaginn 5. apríl 1988 í Lundarskóla að viðstöddum formanni UMFÍ og framkvæmdastjóra FRÍ.  Stofnfélagar voru alls 57.  Haustið áður höfðu þrír vaskir menn rætt hugmynd að stofnun félags til að standa að iðkun frjálsra íþrótta.  Áður en hún varð að veruleika var könnuð afstaða KA og Þórs til stofnunar frjálsíþróttadeilda en þar var ekki áhugi á því. Fyrstu stjórn skipuðu Sigurður Pétur Sigmundsson, formaður, Jóhannes Ottósson, Drífa Matthíasdóttir, Sigurður Magnússon og Cees van de Ven.

Uppbygging félagsins hófst með áherslu á yngri kynslóðina. Fyrsta verkefnið var sumarnámskeið í frjálsíþróttum fyrir krakka á aldrinum 7 til 14 ára. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum og var hætt að taka við skráningum á námskeiðið þegar fjöldinn var komin í 73. Cees van de Ven, íþróttakennari, var ráðinn fyrsti þjálfari félagsins.

Nú 30 árum seinna er UFA orðið öflugt félag bæði sem ungmennafélag og íþróttafélag með megináherslu á iðkun frjálsra íþrótta. Iðkendur eru nú um 150, flestir í yngri flokkunum en einnig er boðið upp á æfingar fyrir eldri iðkendur auk þess sem félagið heldur úti öflugum hlaupahaup undir merkjum UFA Eyrarskokks.

UFA er aðili að ÍBA, FRÍ og UMFÍ. Sem aðili að UMFÍ hélt félagið Landsmót 2009 í samstarfi við UMSE. Þá var tekinn í notkun glæsilegur frjálsíþróttavöllur, Þórsvöllur, sem gerbreytti allri æfinga- og keppnisaðstöðu á Norðurlandi.

Líkt og í öðrum íþróttafélögum er starf sjálboða gríðarlega mikilvægt fyrir starf félagsins. Við mælumst til þess að með hverjum iðkanda fylgi einn sjálfboðaliði sem er tilbúinn til að vinna á mótum félagsins og/eða koma að öðrum verkefnum sem varða rekstur félagsins og fjáröflun. Einnig tökum við fagnandi öllum öðrum sem eru tilbúnir til að leggja sitt að mörkum og taka þátt í því skemmtilega og gefandi starfi sem UFA vinnur. Lestu þér betur til hér og ef þú vilt gerast sjálfboðaliði UFA, sendu okkur þá línu á ufa@ufa.is

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA