• UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Fréttir

Norðurlandameistaramót U20

Gaman er að segja frá því að þrír úr æfingahópi UFA kepptu á NM 20 sem fram fór í Uppsala í Svíþjóð helgina 26.-27. júlí 2025. Egill Atlason Waagfjörð sem æft hefur með UFA og HSÞ undanfarin ár endaði 8. í þrístökkinu með stökki yfir PB en vindur var aðeins yfir mörkum. Egill er á leið í St. Thomas hásólann í New York síðar í ágúst mánuði og verður þar við nám og æfingar næstu fjögur árin en Egill hlaut skólastyrk þar. Elena Soffía Ómarsdóttir varð 6. í spjótkasti á nýju persónulegu meti þegar hún kastaði 44,18m. Öll gild köst Elenu voru yfir 40m og er hún í góðu formi eftir meiðsli sem komu upp í vor þegar hún braut bein í ristinni. Tobías Þórarinn Matharel varð einnig 6. í langstökki með glæsilega seríu þar sem 4 stökk voru yfir hans áður besta og serian jöfn og glæsileg, 6,81 - 6,80 - 6,80 og 6,79m .Tobias hefur verið að komast í sitt besta form á undaförnum vikum. Þess má geta að í miðri keppni voru Elena og Tobías í verðlauna baráttu fram að síðustu umferð. Allir þessir unglingar stefna á verðlaunasæti á Meistaramóti Íslands sem haldið verður á Selfossi 22.-24. ágúst. Metfjöldi iðkenda UFA hefur náð lágmörkum inn á meistaramótið eða 25 manns, 12 konur og 13 karlar. Það stefnir í að UFA sendir fjölmennt og öflugt lið til leiks á Selfossi.
Lesa meira

Rífandi stemning í Akureyrarhlaupi Mizuno og atNorth

Það var gríðargóð stemning í Akureyrarhlaupi Mizuono og atNorth sem fór fram í gærkvöldi í blíðskaparveðri. 240 hlauparar mættu til leiks og var gaman að sjá fjölbreytnina í hópnum. Margir af okkar sterkustu götuhlaupurum voru mættir til leiks, en líka nýliðar í íþróttinni, börn í fylgd með foreldrum og fullbúnir lögreglu- og slökkviliðsmenn. Yngstu þátttakendurnir voru 12 ára og sá elsti 78 ára og vill svo skemmtilega til að þeir hlupu 5 km á svipuðum tíma eða í kringum 30 mínútur.
Lesa meira

Akureyrarhlaup Mizuno og atNorth

Akureyrarhlaup Mizuno og atNorth fer fram fimmtudaginn 3. júlí.
Lesa meira
  • Um UFA

    Ungmennafélag Akureyrar var stofnað 5. apríl 1988. UFA er ungmenna- og íþróttafélag sem heldur úti metnaðarfullu starfi. Öflugt sjálfboðaliðastarf er grunnurinn að góðu gengi félagsins. Til að geta stutt við okkar íþróttamenn þurfum við á stuðningi félagsmanna og aðstandenda að halda. Einn sjálfboðaliði með hverjum iðkanda, t.d. sem starfsmaður á einu móti yfir árið. Vertu með og taktu þátt í því skemmtilega starfi sem UFA vinnur.

    Meira

  • Frjálsar á facebook

    UFA er með Facebook-síður fyrir mismunandi aldurshópa og foreldra iðkenda. Endilega óskið eftir inngöngu í viðeigandi hóp.

  • UFA Eyrarskokk

    UFA Eyrarskokk er öflugur hlaupahópur sem varð til vorið 2013 þegar hlauparar á Akureyri ákváðu að sameina nokkra smærri hópa í einn stóran og öflugan. Hópurinn hefur vaxið jafnt og þétt síðan og er í dag orðinn fjölmennur og breiður, skipaður fólki af öllum stærðum og gerðum með mismunandi hlaupastíl og hlaupahraða.

    Meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA