Akureyrarmót UFA og Kjarnafæði Norðlenska verður haldið 18. og 19. ágúst.
Ríflega 110 keppendur eru skráðir til leiks, flestir er iðkendur UFA en einnig munu mæta góðir hópar frá Samherjum, Þingeyingum, Skagfirðingum og Húnvetningum auk annarra sem koma langt að.
Fyrir yngstu keppendurnar er boðið upp á þrautabraut og hefst hún kl. 10:30 á laugardaginn.
Keppt verður í sex til sjö greinum í flestum aldursflokkum 10 ára og eldri. Keppt verður á föstudagskvöld kl. 17-19 og aftur á laugardag frá 11:00. Tímaseðil og keppendalista má finna á eftirfarandi hlekk: Þór - Mótaforrit FRÍ
Strax eftir verðlaunaafhendingu í þrautabraut, væntanlega milli 11:30 og 12:00 þá stöðvum við mótið og minnumst Aðalbjargar Hafsteinsdóttur eða Öbbu á Bjargi. Það fer þannig fram að allir í UFA fatnaði raða sér upp á 4. braut og snúa í átt að endamarki. Aðrir "litir" raða sér upp á öðrum brautum eftir tilmælum þular. Svo verða lesin upp minningarorð og ræsir "ræsir" síðan einnar mínútu klapp. Síðan er mótinu haldið áfram.
Um 30 sjálfboðaliðar munu starfa við mótið og kann stjórn UFA þeim bestu þakkir fyrir, án þeirra gætum við ekki haldið svona mót.
Við hvetjum alla til að fjölmenna á völlinn og fylgjast með kraftmiklum krökkum á föstudagskvöld og laugardag.
Nánari upplýsingar um tilhögun mótsins má finna í boðsbréfi.
Yfirlitsmynd yfir tímaseðil má sjá hér fyrir neðan, en athugið að tímasetningar geta breyst.